Óbeit mín á Mohair...

 Ég hef mikla óbeit á Mohair garni. Ég tók einu sinni að mér að klára flík úr einhverju Mohair-i og sór þess eið að prjóna aldrei úr því aftur! 

Að svitna í lófunum undan "loðnunni" og geta ekki rakið upp er eitthvað sem ég þoli ekki!

Ég hef nú töluvert verið í froskadeildinni (= að rekja upp) og það að geta ekki rakið upp loðið garn án þess að það færi í klessu er ekki fyrir mig!

 

Í prjónaskap er það að frétta að verkefnin mokast áfram hægt en örugglega. Í næstu viku skrepp ég á Akureyri og ætla að kaupa mér eitthvað sjúklega fallegt sumarlegt garn til að gera eitthvað skemmtilegt! Á verkefnaskrá er meðal annars Gormatrefill og Dömupeysa í febrúar og svo á ég eftir að prjóna sitt lítið af hverju úr bókinni Prjóniprjón!  Jiiii hvað ég get ekki beðið eftir sumarfríinu svo ég geti bara setið og prjónað og heklað Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En fyndið. Mig langar einmitt að gera þessa peysu og svona gormatrefil. Hvar fær maður uppskrift að svona trefli?

Linda LitlaSkvís (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 09:41

2 Smámynd: Yarness Von Knittenborg

Það er uppskrift af gormatrefli á Ravelry en ég hugsa að ég noti aðra sem ég fékk úr munnlegri geymd samstarfskonu minnar. Þar fitjar maður upp á x lykkur (man auðvitað ekki fjöldann... þarf að fá þetta skriflegt) og prjónar svo tvöfalt í hverja lykkju (bæði framan í og aftan í) og eitthvað fíneríis. Mér finnst það flottara en Ravelry útgáfan sem btw. endar í 1600 lykkjum sem þarf að fella af !

Yarness Von Knittenborg, 20.4.2009 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband