Ó allt þetta garn!

Ég slapp laus í Nálinni í gær.  Keypti mér ó svo yndislega mjúkt garn: 100% merino-ull! Keypti tvær dokkur í sitthvornum litnum, ljósbláa og fjólubláa. Veit ekki enn hvað verður úr þeim en mjúkt verður það!

 

Ó það er svo fallegt á litinn!  Þetta fjólubláa næst ekki alveg nógu vel á mynd en það er mild-fjólublátt einhvern veginn. Ég verð að leggjast yfir uppskriftirnar á Ravelry og athuga hvort ég finni ekki eitthvað æðislegt að gera úr þessu! 

 

3516885086_55216ac21b
Ég keypti mér líka dokku af hinu mjög svo fræga Kauni garni frá Eistlandi. Þegar ég mætti í búðina voru 5 dokkur eftir í sama lit svo það var enginn valkvíði þar Wink

 

 

 

Að lokum keypti ég mér "nokkrar" dokkur af Kambgarni í 3 litum: Fjólublátt (í dekkra kantinum) appelsínugult og grænt. Því miður komast litirnir ekki nógu vel til skilaí gegnum myndavélina mína en fyrir þá sem elska liti er litakortið hér og litirnir eru nr. 9639, 9665 og 9638. Yndislega djúpir litir og pínu retro. 

Kambgarnið er ætlað í klassískt heklað barnateppi með VVV munstri. Það er svo gott að hafa svoleiðis á heklunálinni til að taka með á fundi og í prjónaklúbbinn. Það er svo auðvelt að maður getur kjaftað og étið á meðan heklað er Cool

Ég er ekki frá því að hafa fyllst garngreddu þarna inni Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband