VÍV (WIP's)

Ég er með nokkur VÍV (verkefni í vinnslu (WIP's: works in progress)) þessa dagana.

Hér er Ferningateppi úr Smart. Eigin hönnun en þarf að kaupa meira garn svo það er í bið.

Ég á eftir svolítið af þessu græna og svo að hekla kant utan um það. Kanturinn verður gulur. Svo á auðvitað eftir að skola úr og pressa þetta almennilega.

Hér er nærmynd af "munstrinu" sme er afskaplega einfalt: sléttir og brugðnir kassar á víxl:

 

Svo eru hérna tvær útgáfur af Þríhyrnu úr bókinni Prjóniprjón. Önnur er úr svörtu eingirni á prjóna nr. 6 en hin úr rauðu eingirni á prjóna nr. 8. Ég er þegar búin með eina hyrnu úr gráu eingirni á prjóna nr. 3.5 en fannst hún mega vera gisnari svo ég er að prófa mig áfram.

 Þríhyrnurnar eru mjög ó-lögulegar svona á prjóninum og útkoman sést ekki almennilega fyrr en fellt er af.

 

 

 

Svo er það Kreppuklútur sem ég hef sterkan grun á að breytist í eitthvað annað. Einfalt munstur, fengið frá mömmu (sem fékk það annars staðar frá) og fljótprjónað á prjóna nr. 10 með Cool Flamme (litur nr 4599).


 

Þetta er svona það helsta sem er á prjónunum þessa dagana. Á biðlista eru svo margs konar verkefni, ég þarf t.d. að fara að grípa meira í heklunálina!


Bloggfærslur 12. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband