Óbeit mín á Mohair...

 Ég hef mikla óbeit á Mohair garni. Ég tók einu sinni að mér að klára flík úr einhverju Mohair-i og sór þess eið að prjóna aldrei úr því aftur! 

Að svitna í lófunum undan "loðnunni" og geta ekki rakið upp er eitthvað sem ég þoli ekki!

Ég hef nú töluvert verið í froskadeildinni (= að rekja upp) og það að geta ekki rakið upp loðið garn án þess að það færi í klessu er ekki fyrir mig!

 

Í prjónaskap er það að frétta að verkefnin mokast áfram hægt en örugglega. Í næstu viku skrepp ég á Akureyri og ætla að kaupa mér eitthvað sjúklega fallegt sumarlegt garn til að gera eitthvað skemmtilegt! Á verkefnaskrá er meðal annars Gormatrefill og Dömupeysa í febrúar og svo á ég eftir að prjóna sitt lítið af hverju úr bókinni Prjóniprjón!  Jiiii hvað ég get ekki beðið eftir sumarfríinu svo ég geti bara setið og prjónað og heklað Wink

 


Bloggfærslur 17. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband