Ó hið ljúfa líf!

Löööng fríhelgi að baki þar sem lífsins var notið til fulls í "borgarferð" á Akureyri! Handavinnubúðir (fór í tvær sem ég hef aldrei farið í áður:  Quilt búðina í Sunnuhlíð þar sem var notaleg og góð þjónusta og Hjá Beggu sem er ný búð á Glerártorgi.  Sú er líka notaleg en ég notaði þjónustuna lítið því ég vissi hvað ég vildi.

Keypti 4 dokkur af garni sem ég hef aldrei prjónað úr:
- 2 stk. eldrauðar Topp't Tå frá Gjestal. 100% superwash ull sem á að prjóna á prjóna nr. 7. Er byrjuð á treflingi (e. scarflet, þýðing mín) sem ég fann á Ravelry (hvar annars staðar?!).
- 2 stk. túrkís Freestyle frá Dalegarn, 100% superwash ull sem á að prjóna á prjóna nr. 3,5 - 5. Veit ekki alvef hvað verður úr því en mér finnst líklegt að það verði treflingur einhvers konar - það er svo gaman að dútla í þessum litlu verkefnum, þau eru svo fljótprjónuð!

 

Treflingur
Treflingurinn á byrjunarstigi...

 

Kreppuklúturinn er tilbúinn og bíður eftir að þorna og ég er byrjuð að prjóna Blöku úr bókinni Einband.

 

Blaka
Blaka úr svörtu eingirni (og NEI, þetta er EKKI g-strengur!! Og afsakið myndgæðin, ég þurfti að fletja þetta út, halda kattarkvikindinu frá OG taka myndina!)

 

Tæknilega séð er ég í raun búin að prjóna Blökuna því ég þurfti að rekja "smá" upp um helgina... ögn frústrerandi!

Ferningateppið er á ís, mig vantar meira garn og ég er aðeins að hvíla mig á því.

Ég er búin að skrá mig í "Mystery bag KAL"á hinu títtnefnda Ravelry. KAL þýðir "knit along" sem mætti útfærast sem "prjónum saman" á íslensku. Mysterí-ið felst svo í því að allir í hópnum fá bara agnar-bút af uppskriftinni sent í einu, eina sendingu á viku. Svo verður maður bara að prjóna eftir því og bíða svo spenntur eftir næstu sendingu! Þetta byrjar í júní svo ég sé fram á nógan tíma til að prjóna þetta í sumarfríinu... verst að ég get ekki prjónað í bíl!

Og já, prjónarar:  Ef þið eruð ekki á Ravelry - skráið ykkur! Það er ótrúlegt magn uppskrifta þar og maður getur gleymt sér í marga tíma þar! Svo er líka gott að geta haldið utan um verkefnin sín þar, leitað ráða og látið sig dreyma InLove

Gleðilegt (prjóna) sumar! W00t


Bloggfærslur 26. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband