Ó hið ljúfa líf!
26.4.2009 | 20:46
Löööng fríhelgi að baki þar sem lífsins var notið til fulls í "borgarferð" á Akureyri! Handavinnubúðir (fór í tvær sem ég hef aldrei farið í áður: Quilt búðina í Sunnuhlíð þar sem var notaleg og góð þjónusta og Hjá Beggu sem er ný búð á Glerártorgi. Sú er líka notaleg en ég notaði þjónustuna lítið því ég vissi hvað ég vildi.
Keypti 4 dokkur af garni sem ég hef aldrei prjónað úr:
- 2 stk. eldrauðar Topp't Tå frá Gjestal. 100% superwash ull sem á að prjóna á prjóna nr. 7. Er byrjuð á treflingi (e. scarflet, þýðing mín) sem ég fann á Ravelry (hvar annars staðar?!).
- 2 stk. túrkís Freestyle frá Dalegarn, 100% superwash ull sem á að prjóna á prjóna nr. 3,5 - 5. Veit ekki alvef hvað verður úr því en mér finnst líklegt að það verði treflingur einhvers konar - það er svo gaman að dútla í þessum litlu verkefnum, þau eru svo fljótprjónuð!

Treflingurinn á byrjunarstigi...
Kreppuklúturinn er tilbúinn og bíður eftir að þorna og ég er byrjuð að prjóna Blöku úr bókinni Einband.

Blaka úr svörtu eingirni (og NEI, þetta er EKKI g-strengur!! Og afsakið myndgæðin, ég þurfti að fletja þetta út, halda kattarkvikindinu frá OG taka myndina!)
Tæknilega séð er ég í raun búin að prjóna Blökuna því ég þurfti að rekja "smá" upp um helgina... ögn frústrerandi!
Ferningateppið er á ís, mig vantar meira garn og ég er aðeins að hvíla mig á því.
Ég er búin að skrá mig í "Mystery bag KAL"á hinu títtnefnda Ravelry. KAL þýðir "knit along" sem mætti útfærast sem "prjónum saman" á íslensku. Mysterí-ið felst svo í því að allir í hópnum fá bara agnar-bút af uppskriftinni sent í einu, eina sendingu á viku. Svo verður maður bara að prjóna eftir því og bíða svo spenntur eftir næstu sendingu! Þetta byrjar í júní svo ég sé fram á nógan tíma til að prjóna þetta í sumarfríinu... verst að ég get ekki prjónað í bíl!
Og já, prjónarar: Ef þið eruð ekki á Ravelry - skráið ykkur! Það er ótrúlegt magn uppskrifta þar og maður getur gleymt sér í marga tíma þar! Svo er líka gott að geta haldið utan um verkefnin sín þar, leitað ráða og látið sig dreyma
Gleðilegt (prjóna) sumar!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.