Of lítill prjóna-tími!
21.5.2009 | 12:25
Undanfarna daga hefur verið svo brjálað að gera að ég hef nærri engan tíma til að sinna handavinnunni! Ég er samt búin að fitja nokkrum sinnum upp á "My so called scarf" (sama munstur og Södermalmsmunstur í Prjóniprjón) í nýja Lucco Fino garninu mitt til þess eins að rekja það upp. Kannski er ég orðin of vön að prjóna úr grófu garni til að nenna að prjóna úr fínu dúllugarni
Núna er hins vegar að hægjast um og þá verður sko spýtt í prjónalófana! Ég keypti mér Lopi no. 24 um daginn og það er svo margt djúsí í því! Ég hugsa að ég byrji á þessari slá, svona þegar ég er búin að ákveða litina í hana! Ég hugsa að hún endi í rauðu og fjólubláu hjá mér... eða bláum tónum... óó valkvíði! Kannski ég geri bara nokkrar í mismunandi litum Svo langar mig líka að prjóna þessa peysu, mögulega í öðru garni en Álafoss Lopa.
Jæja, það þýðir ekkert að hanga á netinu þegar maður hefur heilan dag í prjónaskap! Nú ætla ég að hella mér í handavinnu og svo ætla ég að baka súkkulaðiköku í dag! (Eða sko, við Betty ætlum að skella í eina, ég fer nú ekki að eyða dýrmætum tíma í að mæla og hræra þegar ég gæti setið og heklað eða prjónað! )
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.