Sláin komin vel á veg...

Sláin sem ég er að prjóna er komin vel á veg. Ég er komin yfir munstrið og nú eru bara "nokkrir" þolinmóðir sentimetrar með aðallitnum. Mitt helsta vandamál í lopa-prjóni er það að ég prjóna svo fast að munstrið á það til að hverfa. Ég var frekar meðvituð um þetta vandamál mitt (eftir að hafa þurft að rekju upp 20 cm...!!!) of reyndi því að prjóna ofur-laust. Hér er mynd af gripnum:

 

3570743812_70e27b33c6
Fleiri myndir eru á flickr síðunni minni og á Ravelry ef þið eruð þar. Ef þið eruð ekki þar, skráið ykkur! Grin

 

 


Prjónasumar framundan !

Í gær fór ég og keypti lopann í slána sem ég talaðu um í síðustu færslu. Endingin var dökkrauður í aðallit, eldrauður, fjólublár og ljósgrár/hvítur í aukaliti. Myndin er smá óskýr, vonandi komast litirnir samt til skila!

Bjútífúlt ekki satt? Grin

Nú er bara að fitja upp!

Í sumar ætla ég að taka þátt í Mystery KAL (sam-prjón með prjónurum út um allan heim en mystery-ið felst í því að við fáum bara sendan lítinn bút úr uppskriftinni í einu - ég útskýrði þetta í bloggi 26. apríl) og í morgun fékk ég fyrsta póstinn. Það var reyndar ekki byrjunin á uppskriftinni heldur prufusending þar sem sást bara rétt svo aðeins í hornið á töskunni sem á að prjóna.  Ég hugsa að ég geri töskuna úr Létt-Lopa, á eftir að kaupa hann samt í 4 litum. Valkvíði all over again !!

Já og svo er Alþjóðlegi prjónað úti dagurinn (dagarnir!) 13. og 14. júní OG 20. og 21. júní. Sjá nánar á síðu wwkipday (world wide knit in public) og svo á prjóna.net. Dagurinn er haldinn þessar tvær helgar í ár en eftir það verður hann alltaf haldinn þriðju helgi í júní.


Of lítill prjóna-tími!

Undanfarna daga hefur verið svo brjálað að gera að ég hef nærri engan tíma til að sinna handavinnunni! Ég er samt búin að fitja nokkrum sinnum upp á "My so called scarf" (sama munstur og Södermalmsmunstur í Prjóniprjón) í nýja Lucco Fino garninu mitt til þess eins að rekja það upp. Kannski er ég orðin of vön að prjóna úr grófu garni til að nenna að prjóna úr fínu dúllugarni Woundering

Núna er hins vegar að hægjast um og þá verður sko spýtt í prjónalófana!  Ég Lopi24keypti mér Lopi no. 24 um daginn og það er svo margt djúsí í því! Ég hugsa að ég byrji á þessari slá, svona þegar ég er búin að ákveða litina í hana! Ég hugsa að hún endi í rauðu og fjólubláu hjá mér... eða bláum tónum... óó valkvíði! Kannski ég geri bara nokkrar í mismunandi litum Tounge  Svo langar mig líka að prjóna þessa peysu, mögulega í öðru garni en Álafoss Lopa.

 

Jæja, það þýðir ekkert að hanga á netinu þegar maður hefur heilan dag í prjónaskap! Nú ætla ég að hella mér í handavinnu og svo ætla ég að baka súkkulaðiköku í dag! (Eða sko, við Betty ætlum að skella í eina, ég fer nú ekki að eyða dýrmætum tíma í að mæla og hræra þegar ég gæti setið og heklað eða prjónað! Wink)


Ó allt þetta garn!

Ég slapp laus í Nálinni í gær.  Keypti mér ó svo yndislega mjúkt garn: 100% merino-ull! Keypti tvær dokkur í sitthvornum litnum, ljósbláa og fjólubláa. Veit ekki enn hvað verður úr þeim en mjúkt verður það!

 

Ó það er svo fallegt á litinn!  Þetta fjólubláa næst ekki alveg nógu vel á mynd en það er mild-fjólublátt einhvern veginn. Ég verð að leggjast yfir uppskriftirnar á Ravelry og athuga hvort ég finni ekki eitthvað æðislegt að gera úr þessu! 

 

3516885086_55216ac21b
Ég keypti mér líka dokku af hinu mjög svo fræga Kauni garni frá Eistlandi. Þegar ég mætti í búðina voru 5 dokkur eftir í sama lit svo það var enginn valkvíði þar Wink

 

 

 

Að lokum keypti ég mér "nokkrar" dokkur af Kambgarni í 3 litum: Fjólublátt (í dekkra kantinum) appelsínugult og grænt. Því miður komast litirnir ekki nógu vel til skilaí gegnum myndavélina mína en fyrir þá sem elska liti er litakortið hér og litirnir eru nr. 9639, 9665 og 9638. Yndislega djúpir litir og pínu retro. 

Kambgarnið er ætlað í klassískt heklað barnateppi með VVV munstri. Það er svo gott að hafa svoleiðis á heklunálinni til að taka með á fundi og í prjónaklúbbinn. Það er svo auðvelt að maður getur kjaftað og étið á meðan heklað er Cool

Ég er ekki frá því að hafa fyllst garngreddu þarna inni Shocking


Umhverfislist!

Ég fylltist svo miklum innblæstri við að skoða þessa færslu á prjona.net að ég stökk út í kvöldregnið og fegraði einn ljósastaurinn við heimili mitt. Ég var að prjóna trefling úr Dale Freestyla garni. Hann var hins vegar ekki alveg eins og á myndinni, mig grunar að ég hafi hannað eigið munstur á hann... GetLost  Hann var líka allt of breiður til að passa á háls en var fullkominn á ljósastaurinn. 

 

3497760115_0d5cd7a76a
 
 
 Asskoti fínn Wink
 
 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband