Færsluflokkur: Bloggar

Meik-óver!

Yarness hefur farið í hugmyndafræðilegt meik-óver. Nú talar hún ensku hér og hér.

Kíkið í heimsókn! Wink


Já góndæn!*

* þýðing:  góðan daginn
 
Ekkert blogg síðan í maí! Það hafa nú aldeilis gerst hlutir síðan þá! Ég er flutt og bý nú ekki lengur í sveit! Ská á móti heimili mínu er prjónabúð, við hliðina er kaffihús og rétt hjá er bakarí. I LOVE IT!

Sláin síðan í maí er búin, þvegin og allt það en ég varð svo pirruð yfir því hvað hún varð eitthvað asnaleg að ég hef ekki litið á hana síðan. Ræði það ekki meir!

Á prjónunum er hins vegar Óvissutaska sem ég er að prjóna í ansi stórum hópi fólks af Ravelry. Vísbending nr. 3 kemur á morgun, þetta er gríðarlega spennandi! Ég prjóna bara jafnóðum og veit aldrei hvað kemur næst. Ég var líka að enda við sjal sem heitir Clapotis (uppskriftin er frí á Ravelry). Það er úr Rauð-appelsínugulu-gulu Kauni garni. Kemur mjög vel út og því hefur verið vaggað í ullarvöggunni í glænýju þvottavélinni minni. Ég er svo fullorðins núna, var að kaupa mér þvottavél í fyrsta skipti! Næsta skref er að kaupa sér strauborð og straujárn... ji hvað ég verð svakalega fullorðin bráðum! 

Næst á prjónana verður eitthvað stórkostlega spennandi, er bara ekki búin að finna það ennþá. Þangað til ég fatta það ætti ég kannski að fara að taka upp úr kössum...

Yarness
 -  kassalandi!

Sláin komin vel á veg...

Sláin sem ég er að prjóna er komin vel á veg. Ég er komin yfir munstrið og nú eru bara "nokkrir" þolinmóðir sentimetrar með aðallitnum. Mitt helsta vandamál í lopa-prjóni er það að ég prjóna svo fast að munstrið á það til að hverfa. Ég var frekar meðvituð um þetta vandamál mitt (eftir að hafa þurft að rekju upp 20 cm...!!!) of reyndi því að prjóna ofur-laust. Hér er mynd af gripnum:

 

3570743812_70e27b33c6
Fleiri myndir eru á flickr síðunni minni og á Ravelry ef þið eruð þar. Ef þið eruð ekki þar, skráið ykkur! Grin

 

 


Prjónasumar framundan !

Í gær fór ég og keypti lopann í slána sem ég talaðu um í síðustu færslu. Endingin var dökkrauður í aðallit, eldrauður, fjólublár og ljósgrár/hvítur í aukaliti. Myndin er smá óskýr, vonandi komast litirnir samt til skila!

Bjútífúlt ekki satt? Grin

Nú er bara að fitja upp!

Í sumar ætla ég að taka þátt í Mystery KAL (sam-prjón með prjónurum út um allan heim en mystery-ið felst í því að við fáum bara sendan lítinn bút úr uppskriftinni í einu - ég útskýrði þetta í bloggi 26. apríl) og í morgun fékk ég fyrsta póstinn. Það var reyndar ekki byrjunin á uppskriftinni heldur prufusending þar sem sást bara rétt svo aðeins í hornið á töskunni sem á að prjóna.  Ég hugsa að ég geri töskuna úr Létt-Lopa, á eftir að kaupa hann samt í 4 litum. Valkvíði all over again !!

Já og svo er Alþjóðlegi prjónað úti dagurinn (dagarnir!) 13. og 14. júní OG 20. og 21. júní. Sjá nánar á síðu wwkipday (world wide knit in public) og svo á prjóna.net. Dagurinn er haldinn þessar tvær helgar í ár en eftir það verður hann alltaf haldinn þriðju helgi í júní.


Of lítill prjóna-tími!

Undanfarna daga hefur verið svo brjálað að gera að ég hef nærri engan tíma til að sinna handavinnunni! Ég er samt búin að fitja nokkrum sinnum upp á "My so called scarf" (sama munstur og Södermalmsmunstur í Prjóniprjón) í nýja Lucco Fino garninu mitt til þess eins að rekja það upp. Kannski er ég orðin of vön að prjóna úr grófu garni til að nenna að prjóna úr fínu dúllugarni Woundering

Núna er hins vegar að hægjast um og þá verður sko spýtt í prjónalófana!  Ég Lopi24keypti mér Lopi no. 24 um daginn og það er svo margt djúsí í því! Ég hugsa að ég byrji á þessari slá, svona þegar ég er búin að ákveða litina í hana! Ég hugsa að hún endi í rauðu og fjólubláu hjá mér... eða bláum tónum... óó valkvíði! Kannski ég geri bara nokkrar í mismunandi litum Tounge  Svo langar mig líka að prjóna þessa peysu, mögulega í öðru garni en Álafoss Lopa.

 

Jæja, það þýðir ekkert að hanga á netinu þegar maður hefur heilan dag í prjónaskap! Nú ætla ég að hella mér í handavinnu og svo ætla ég að baka súkkulaðiköku í dag! (Eða sko, við Betty ætlum að skella í eina, ég fer nú ekki að eyða dýrmætum tíma í að mæla og hræra þegar ég gæti setið og heklað eða prjónað! Wink)


Ó allt þetta garn!

Ég slapp laus í Nálinni í gær.  Keypti mér ó svo yndislega mjúkt garn: 100% merino-ull! Keypti tvær dokkur í sitthvornum litnum, ljósbláa og fjólubláa. Veit ekki enn hvað verður úr þeim en mjúkt verður það!

 

Ó það er svo fallegt á litinn!  Þetta fjólubláa næst ekki alveg nógu vel á mynd en það er mild-fjólublátt einhvern veginn. Ég verð að leggjast yfir uppskriftirnar á Ravelry og athuga hvort ég finni ekki eitthvað æðislegt að gera úr þessu! 

 

3516885086_55216ac21b
Ég keypti mér líka dokku af hinu mjög svo fræga Kauni garni frá Eistlandi. Þegar ég mætti í búðina voru 5 dokkur eftir í sama lit svo það var enginn valkvíði þar Wink

 

 

 

Að lokum keypti ég mér "nokkrar" dokkur af Kambgarni í 3 litum: Fjólublátt (í dekkra kantinum) appelsínugult og grænt. Því miður komast litirnir ekki nógu vel til skilaí gegnum myndavélina mína en fyrir þá sem elska liti er litakortið hér og litirnir eru nr. 9639, 9665 og 9638. Yndislega djúpir litir og pínu retro. 

Kambgarnið er ætlað í klassískt heklað barnateppi með VVV munstri. Það er svo gott að hafa svoleiðis á heklunálinni til að taka með á fundi og í prjónaklúbbinn. Það er svo auðvelt að maður getur kjaftað og étið á meðan heklað er Cool

Ég er ekki frá því að hafa fyllst garngreddu þarna inni Shocking


Umhverfislist!

Ég fylltist svo miklum innblæstri við að skoða þessa færslu á prjona.net að ég stökk út í kvöldregnið og fegraði einn ljósastaurinn við heimili mitt. Ég var að prjóna trefling úr Dale Freestyla garni. Hann var hins vegar ekki alveg eins og á myndinni, mig grunar að ég hafi hannað eigið munstur á hann... GetLost  Hann var líka allt of breiður til að passa á háls en var fullkominn á ljósastaurinn. 

 

3497760115_0d5cd7a76a
 
 
 Asskoti fínn Wink
 
 

 


Ammli!

Yarness á afmæli í dag, svei mér þá!  Wizard

Í tilefni dagsins færðu tengdaforeldrar mínir mér heklunálasett... fullt af djúsí heklunálum í fallegum litum Grin

Ég ætla að sitja í allt kvöld og prjóna í tilefni dagsins! (Reyndar er prjónakvöld regla frekar en undantekning á þessu heimili Wink )

Rauði treflingurinn (sjá í fyrri færslu) gengur vel, kannski ég fitji upp á öðrum (þó ekki eins, hafa smá fjölbreytni í þessu!) í túrkís lit í kvöld. Eða kannski held ég áfram með Blökuna. Eða þríhyrnuna. Eða... eða... valkvíði Shocking

Jæja, farin að prjóna í tilefni dagsins, jey W00t  


Ó hið ljúfa líf!

Löööng fríhelgi að baki þar sem lífsins var notið til fulls í "borgarferð" á Akureyri! Handavinnubúðir (fór í tvær sem ég hef aldrei farið í áður:  Quilt búðina í Sunnuhlíð þar sem var notaleg og góð þjónusta og Hjá Beggu sem er ný búð á Glerártorgi.  Sú er líka notaleg en ég notaði þjónustuna lítið því ég vissi hvað ég vildi.

Keypti 4 dokkur af garni sem ég hef aldrei prjónað úr:
- 2 stk. eldrauðar Topp't Tå frá Gjestal. 100% superwash ull sem á að prjóna á prjóna nr. 7. Er byrjuð á treflingi (e. scarflet, þýðing mín) sem ég fann á Ravelry (hvar annars staðar?!).
- 2 stk. túrkís Freestyle frá Dalegarn, 100% superwash ull sem á að prjóna á prjóna nr. 3,5 - 5. Veit ekki alvef hvað verður úr því en mér finnst líklegt að það verði treflingur einhvers konar - það er svo gaman að dútla í þessum litlu verkefnum, þau eru svo fljótprjónuð!

 

Treflingur
Treflingurinn á byrjunarstigi...

 

Kreppuklúturinn er tilbúinn og bíður eftir að þorna og ég er byrjuð að prjóna Blöku úr bókinni Einband.

 

Blaka
Blaka úr svörtu eingirni (og NEI, þetta er EKKI g-strengur!! Og afsakið myndgæðin, ég þurfti að fletja þetta út, halda kattarkvikindinu frá OG taka myndina!)

 

Tæknilega séð er ég í raun búin að prjóna Blökuna því ég þurfti að rekja "smá" upp um helgina... ögn frústrerandi!

Ferningateppið er á ís, mig vantar meira garn og ég er aðeins að hvíla mig á því.

Ég er búin að skrá mig í "Mystery bag KAL"á hinu títtnefnda Ravelry. KAL þýðir "knit along" sem mætti útfærast sem "prjónum saman" á íslensku. Mysterí-ið felst svo í því að allir í hópnum fá bara agnar-bút af uppskriftinni sent í einu, eina sendingu á viku. Svo verður maður bara að prjóna eftir því og bíða svo spenntur eftir næstu sendingu! Þetta byrjar í júní svo ég sé fram á nógan tíma til að prjóna þetta í sumarfríinu... verst að ég get ekki prjónað í bíl!

Og já, prjónarar:  Ef þið eruð ekki á Ravelry - skráið ykkur! Það er ótrúlegt magn uppskrifta þar og maður getur gleymt sér í marga tíma þar! Svo er líka gott að geta haldið utan um verkefnin sín þar, leitað ráða og látið sig dreyma InLove

Gleðilegt (prjóna) sumar! W00t


Óbeit mín á Mohair...

 Ég hef mikla óbeit á Mohair garni. Ég tók einu sinni að mér að klára flík úr einhverju Mohair-i og sór þess eið að prjóna aldrei úr því aftur! 

Að svitna í lófunum undan "loðnunni" og geta ekki rakið upp er eitthvað sem ég þoli ekki!

Ég hef nú töluvert verið í froskadeildinni (= að rekja upp) og það að geta ekki rakið upp loðið garn án þess að það færi í klessu er ekki fyrir mig!

 

Í prjónaskap er það að frétta að verkefnin mokast áfram hægt en örugglega. Í næstu viku skrepp ég á Akureyri og ætla að kaupa mér eitthvað sjúklega fallegt sumarlegt garn til að gera eitthvað skemmtilegt! Á verkefnaskrá er meðal annars Gormatrefill og Dömupeysa í febrúar og svo á ég eftir að prjóna sitt lítið af hverju úr bókinni Prjóniprjón!  Jiiii hvað ég get ekki beðið eftir sumarfríinu svo ég geti bara setið og prjónað og heklað Wink

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband